Sólarlítið og vætusamt um helgina

Fjör í Fjölskyldugarðinum.
Fjör í Fjölskyldugarðinum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er alls ekkert tjaldveður í kortunum um helgina samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands; sólarlítið og væta víðast hvar, kalt á kvöldin en hiti yfir 10 stig sumstaðar yfir daginn.

Veðurstofan spáir stormi á Snæfellsnesi í nótt sem ætti að ganga yfir í fyrramálið. Að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings spáir síðan suðvestan strekkingsvind og rigningu með köflum eða súld á svotil öllu landinu.

Það hlýnar svolítið á morgun, mest norðaustanlands, en kólnar aftur á sunnudag að sögn Þorsteins. Þá má gera ráð fyrir skúrum hér og þar á landinu á sunnudeginum, vestlægri átt og bjartviðri suðaustanlands, hiti 5-12 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á sunnudagskvöld fer að rigna á Norðvesturlandi. Kólnar með norðvestan 8 til 13, með rigningu eða slyddu norðan til um kvöldið.

Á mánudag verður frekar svalt með smá skúrum til að byrja með, en gengur síðan í suðvestanátt með rigningu sunnan og vestanlands.

Veðrið í kortum:

Laugardagur

Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands

Sunnudagur

Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands


Mánudagur

Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert