Allt samtal skref í rétta átt

Frá baráttufundi BHM í Rúgbrauðsgerðinni í gær.
Frá baráttufundi BHM í Rúgbrauðsgerðinni í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Við héldum bara áfram að vinna í þeim þáttum sem við höfum verið að vinna í,“ sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í samtali við mbl.is. Fundi BHM og ríkisins lauk um sexleytið í dag en lítið þokast í samningsátt.

„Þetta er auðvitað bara mikil vinna.“ En finnst Páli málin vera að þróast í rétta átt? „Allt samtal er skref í rétta átt en það vantar auðvitað heilmikið upp á. Aðallega að það er ekki nógu mikið í boði, það er aðal vandamálið. Menn reyna að vinna úr þessu eins og hægt er en þetta klárast ekki fyrr en það kemur eitthvað meira inn í þetta. Við þurfum að komast lengra með kaupið.“

Næsti fundur í kjaradeilunni er á mánudaginn klukkan 13.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert