Yfirburðir Íslendinga á NM í brids

Íslenska bridslandsliðið á gönguferð ofan við Þórshöfn í vikunni.
Íslenska bridslandsliðið á gönguferð ofan við Þórshöfn í vikunni.

Íslenska bridslandsliðið í opnum flokki er með mikla yfirburði á Norðurlandamótinu, sem nú stendur yfir í Færeyjum. Þegar þrír leikir eru eftir af tíu hefur Ísland náð 30 stiga forustu en mest er hægt að fá 20 stig í einum leik.

Ísland vann Dani tvívegis í dag, fyrst 5,61-14,39  og síðan 19,85-0,15. Í sjöundu umferð vann liðið Finna, 16,88-3,12 og er með 101,68 stig. Færeyingar, sem hafa komið mjög á óvart í mótinu, eru í öðru sæti með 71,37 stig og Svíar eru þriðju með 66,81 stig. 

Íslandi hefur ekki gengið eins vel í kvennaflokki en þar er liðið í fjórða sæti. Danir eru efstir og Svíar koma næstir.

Áttunda umferð stendur nú yfir og þar spila Íslendingar við Svía í opnum flokki. Hægt er að fylgjast með leiknum á vefnum bridgebase.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert