Ekki aukið álag vegna verkfalls

Nokkuð var að gera um helgina en tengist það aðallega …
Nokkuð var að gera um helgina en tengist það aðallega flutningum á Landspítalann, ekki frá spítalanum mbl.is/Ómar Óskarsson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fundið fyrir auknu álagi í tengslum við yfirvofandi allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld.

Nokkuð var að gera um helgina en það tengist aðallega flutningum á Landspítalann, ekki frá spítalanum.

Haft er eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum í Morgunblaðinu í dag, að helgin hafi verið nýtt til að rýma sjúkrarúm og sjúklingar sem ekki voru bráðveikir hafi verið sendir heim. Hún sagði einnig að tekið væri við þeim sjúk­ling­um sem þurfa að leggj­ast inn, ekki væri lokað á fólk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert