Fangaklefi í stað Gistiskýlis

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tveir fengu að gista í fangaklefa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt þar sem þeir gátu ekki fengið gistingu annars staðar og þeir áttu hvergi heima. Talsverður erill var hjá lögreglu vegna ölvunar í gærkvöldi og nótt.

Eitt rifrildi endaði á borði lögreglunnar þar sem annar mannanna barði hinn en ekki var um alvarlega áverka að ræða.

Lögreglan stöðvaði ökumann sem ók gegn rauðu ljósi en ökumaðurinn neitaði að gefa upp hver hann væri. Þurfti því að handtaka hann og færa á lögreglustöð til að komast að því.

Viðkomandi má eiga von á sekt fyrir að neita gefa upp hver hann var ásamt sekt fyrir að aka gegn rauðu ljósi, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Aðsóknin vonandi tímabundin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert