Gríðarleg áhrif verkfallanna

Mikið álag var á hjúkrunarfræðingum í gær vegna yfirvofandi verkfalls.
Mikið álag var á hjúkrunarfræðingum í gær vegna yfirvofandi verkfalls. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Mitt leiðarljós er öryggi sjúklinga. Frá þeim sjónarhóli þá verður þessu að ljúka strax. Strax,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir, um það ástand sem mun skapast í heilbrigðiskerfinu við verkfall hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu.

Læknaráð Landspítalans lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á spítalanum vegna yfirstandandi verkfalla. Með verkfalli hjúkrunarfræðinga mundi skapast fordæmalaust ástand á spítalanum. Verkfall aðildarfélaga BHM hefur nú staðið í tæpar sjö vikur og segir læknaráðið að áhrif þess á starfsemi spítalans séu gríðarleg.

„Ljóst er að eftir svona langan tíma hefur orðið óásættanleg töf á öllum þessum þáttum í meðhöndlun sjúklinga spítalans og uppsafnaður verkefnalisti er langur,“ segir m.a. í ályktun læknaráðsins, en um ástandið á spítölunum er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert