Boða aftur komu sína í mars

Marco Polo (nær) og Magellan í Sundahöfn.
Marco Polo (nær) og Magellan í Sundahöfn.

Faxaflóahafnir hafa fengið tilkynningar um komur tveggja skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í marsmánuði 2016 og 2017.

Sömu skip komu hingað í mars sl. til að sýna farþegunum sólmyrkvann en að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Faxaflóahafna, heilluðust þeir svo af norðurljósunum að skipafélögin ákváðu að endurtaka leikinn á norðurslóðum á þessum árstíma.

Um er að ræða skipin Marco Polo og Magellan en til viðbótar komu önnur tvö skemmtiferðaskip í mars sl., Azores og Voyager, en þetta var í fyrsta sinn sem slík skip komu til Reykjavíkur á þessum árstíma. Ágúst segir þetta ánægjulega viðbót á markaðinn og greinilegt að ferðaþjónustufyrirtæki sæki í auknum mæli í norðurljósaferðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert