Sér fyrir endann á viðræðunum

Samninganefnd Flóabandalagsins hefur setið stíft við fundaborðið í kvöld.
Samninganefnd Flóabandalagsins hefur setið stíft við fundaborðið í kvöld. KRISTINN INGVARSSON

Stefnt er að því að skrifað verði undir samninga milli Flóabandalagsins og SA á morgun, en samninganefndir félaganna hafa setið í allt kvöld við samningaborðið og verið er að klára síðustu atriði fyrir nýjan kjarasamning.

Kristján G. Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur, segir í samtali við mbl.is að það sé að síga á seinni hlutann í þessum viðræðum og að nú sjái fyrir endann á þeim.

Segir Kristján að búið sé að ganga frá öllum sérkjarasamningum og að verið sé að týna upp síðustu atriðin sem út af standi.

Á morgun hefur stóra samninganefnd Flóabandalagsins verið boðuð til fundar í húsnæði Eflingar, en Kristján segir að umboð hennar þurfi til að klára samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert