Lét loka Times Square og spila Little Talks

Bónorðið var ekki af verri endanum.
Bónorðið var ekki af verri endanum.

Bandarísk raunveruleikastjarna, Ryan Serhant, deildi því með áhorfendum eins vinsælasta raunveruleikaþáttar vestanhafs; Million Dollar Listing: New York, hvernig hann fór að við að biðja kærustu sinnar á síðasta ári en bónorðinu var sjónvarpað í vikunni í einum þáttanna.

Serhant hefur vakið mikla athygli í þáttunum sem fjalla um þrjá unga og aðgangsharða fasteignasala í New York sem keppast um að selja bestu og dýrustu eignirnar í borginni en þar að auki er fylgst með lífi þeirra utan vinnunnar.

Serhant fór ótroðnar slóðir við bónorðið og lét loka sjálfu Times Square snemma morguns, einum annasamasta stað heims, og bað Emilíu Bechrakis og var allt saman fest á filmu um leið með það fyrir augum að nýta síðar sem sjónvarpsefni í þáttunum. Þó leyfði Serhant aðdáendum sínum að fylgjast strax eilítið með framgangi mála á samfélagsmiðlunum án þess að greint væri nákvæmlega frá smáatriðum bónorðsins.

Þessi gjörningur hefur nú vakið mikla athygli og þótt einkar hjartnæmur, einkum í ljósi þess að Ryan Serhant er þekktur fyrir að vera einkar harðsvíraður í raunveruleikaþáttunum en þá vakti ekki síður athygli að hann fékk hljómsveit til að spila íslenska tónlist á Times Square þennan morgun – það er að segja tónlist með hljómsveitinni Of Monsters and Men enda ómögulegt að nýta ekki tímann fyrst Times Square hafði verið lokað og gera eitthvað meira til að njóta augnabliksins.

Meðan unnustan þurrkaði burt tárin var eftirlætislag hennar með Of Monsters and Men, Little Talks, spilað undir, samkvæmt frásögn The Real Deal Magazine, og í framhaldinu voru nokkur fleiri lög tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert