Sér ekki í hverju lausn deilunnar felst

Bryndís Hlöðversdóttir.
Bryndís Hlöðversdóttir.

„Maður getur ekki pantað hvort maður tekur við á rólegum tímum eða á ólgutímum, en ég vonast til að störf mín verði farsæl,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, nýr ríkissáttasemjari.

Í dag tekur hún við lyklunum af fráfarandi ríkissáttasemjara, Magnúsi Péturssyni, og hefur því formlega tekið við starfinu.

Í Morgunblaðinu í dags segist hún vera tilbúin að bretta upp ermarnar og takast á við verkefnin. Bryndís sat sem áheyrnarfulltrúi á samningafundum í liðinni viku á þeim tíma þegar samningar voru að nást við Samtök atvinnulífsins. „Mér fannst áhugavert að sjá hvernig hlutirnir gengu fyrir sig og það var mikið líf í húsinu,“ segir hún en það hafi þó verið í skugga þess að engir samningar náðust milli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga og ríkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert