Nýr fundur hjá hjúkrunarfræðingum

Hjúkrunarfræðingar á vakt.
Hjúkrunarfræðingar á vakt. mbl.is/Golli

Boðað hef­ur verið til fund­ar á morg­un í kjara­deilu hjúkr­un­ar­fræðinga við ríkið. Rík­is­sátta­semj­ari boðaði til fund­ar­ins og fer hann fram klukk­an korter yfir tvö. Ólaf­ur G. Skúla­son, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, seg­ir í sam­tali við mbl.is að lítið sé um málið að segja að svo stöddu. „En maður vonar bara það besta,“ seg­ir Ólaf­ur.

Í viðtali við mbl.is í gær sagði Ólafur bolt­ann al­farið vera hjá rík­inu og samn­inga­nefnd fé­lags­ins bíði eft­ir því að raun­hæft til­boð komi á borðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið í ótímabundnu verkfalli í viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert