Deilihagkerfi vex

Íbúðagisting er algeng.
Íbúðagisting er algeng.

Áætlað framboð íbúðagistinga, sem tilheyra deilihagkerfinu á vefsíðum líkt og Airbnb, er álíka mikið og hjá öllum hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, eða 4.100 herbergi.

Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins en deilihagkerfið hefur vaxið ört og er búist við enn frekari vexti á næstunni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Með deilihagkerfi er átt við þegar einstaklingar deila eða skiptast á vörum, þjónustu eða upplýsingum en hægt er að deila nánast öllu sem tilheyrir neyslukörfu íslenskra heimila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert