Ekki hætt við flutning Þorrasels

Þorrasel.
Þorrasel. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Notendur dagdeildar aldraðra í Þorraseli mótmæla flutningi starfseminnar í Vesturgötu 7. Það gera einnig íbúar í sambyggðu fjölbýlishúsi að Þorragötu 5-9. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu sjálfstæðismanna um að hverfa frá flutningi þjónustunnar.

„Það er dapurlegt að meirihlutinn skuli ekki hlusta á fólkið. Það er mikil andstaða meðal notenda Þorrasels og aðstandenda og meðal íbúa á Þorragötu en einnig meðal notenda félagsstarfs aldraðra að Vesturgötu 7,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöðu málsins í borgarstjórn.

Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir að um 28 milljóna króna hallarekstur sé af dagdvöl aldraðra í Þorraseli. Talið sé að spara megi þá fjárhæð með flutningi starfseminnar í Vesturgötu 7.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert