Heilbrigðiskerfið hefur fallið niður um flokk

Forstjóri Landspítalans segir afar þungt yfir starfsmönnum, sem þurfi að …
Forstjóri Landspítalans segir afar þungt yfir starfsmönnum, sem þurfi að upplifa síaukið vinnuálag vegna langvarandi verkfalla. mbl.is/Eggert

„Sú heilbrigðisþjónusta sem landsmönnum stendur til boða þessar vikurnar er óviðunandi. Heilbrigðiskerfið hefur farið niður um flokk og það liggur mjög á að leysa þetta mál svo við getum farið að hefja þá erfiðu vegferð að ná kerfinu upp aftur.“

Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, en langvarandi verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa haft þung áhrif á alla starfsemi sjúkrahússins, að þvíæ er fram kemur í umfjöllun um ástandið í heilbrigðiskerfinu í Morgunblaðinu í dag.

Er Landspítalinn nú rekinn sem bráðaspítali þar sem öllu er forgangsraðað og einungis bráðum aðgerðum sinnt. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum hefur 700 skurðaðgerðum verið frestað frá því að verkfallsaðgerðir fyrst hófust, þar af eru 200 aðgerðir sem frestað hefur verið frá því í síðustu viku. Alls hefur um 8.300 myndgreiningarannsóknum verið frestað, a.m.k. 148 hjartaþræðingum og 5.600 komum á dag- og göngudeildir auk þess sem inniliggjandi sjúklingum hefur verið fækkað um 130 á Landspítalanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert