Varadómarar gegn stjórnarskránni

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Kristinn

Skipun varadómara við Hæstarétt er ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar þar sem gerðar eru sérstakar kröfur um sjálfstæði þeirra einstaklinga sem sinna embættum dómara við réttinn. Þetta kom meðal annars fram í erindi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, sem hann flutti í Háskólanum í Reykjavík 20. maí um endurbætur á dómskerfinu.

Jón Steinar sagði þessa þróun varhugaverða. Lagagreglurnar hefðu þróast með þeim hætti að ekki væri lengur nauðsynlegt að allir dómarar við Hæstarétt væru vanhæfir til þess að kallaðir væru til slíkir varadómarar. Ákveðið hagræði í verkaskiptingu innan réttarins væri talið nægt tilefni. Gerð væri krafa til hæstaréttardómara í stjórnarskrá um að þeir hefðu sérstaka sjálfstæða stöðu. Einkum gagnvart framkvæmdavaldinu. Það ætti ekki við um varadómara.

Þarna væri verið að brjóta grundvallarreglu um skipan hæstaréttardómara samkvæmt stjórnarskránni. Þarna kæmu inn einstaklingar sem vonuðust væntanlega til þess að verða beðnir um að taka sæti varadómara aftur síðar. Þá væri engin leið að átta sig á því hvaða sjónamið réðu því hverjir væru valdir inn sem varadómarar. 

„Ég held að það skaði ekki menn að vera góðir kunningjar forseta Hæstaréttar. Með því auka þeir líkurnar nokkuð á því að vera kallaðir inn sem varadómarar. Þetta er auðvitað bara glórulaust fyrirkomulag í sjálfur sér. Við sjáum það auðvitað öll.“

Horfa má á erindi Jóns Steinars hér að neðan. Fjallað er um varadómara á mínútum 20:00-23:00.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/YPRSipf-8ic" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert