Reisa skilti um stríðsminjar

Margir hafa áhuga á stríðsminjunum í Öskjuhlíð, t.d. vélbyssuvígjum.
Margir hafa áhuga á stríðsminjunum í Öskjuhlíð, t.d. vélbyssuvígjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í sumar verða sett upp fræðsluskilti í Öskjuhlíð í Reykjavík sem fjalla um stríðsminjar með áherslu á minjar sem tengjast flugsögunni. Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar samþykkti verkefnið einróma í vikunni.

Verkefnið er unnið af starfshópi um menningarmerkingar sem vinnur í samvinnu við Isavia. Tillagan að stríðsminjaskiltunum kom fram á samráðsvefnum Betri Reykjavík, þar sem íbúar geta lagt til hugmyndir að umbótum á borginni.

Helstu áhersluatriði skiltanna eru mörg; Reykjavíkurflugvöllur og saga hans, enda var hann upprunalega byggður af breska hernum, eldsneytistankarnir og gryfjan sem þeim fylgir, rafstöðin og ýmiss konar varnarviðbúnaður, t.d. vélbyssuvígi, koma við sögu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert