Studdi lagasetningu fyrir 5 árum

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, hefur gagnrýnt fyrirhugaða lagasetningu á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga harðlega. Hún sat á þingi þegar sett voru lög á verkfall flugvirkja fyrir fimm árum síðan og greiddi atkvæði með lagasetningunni en hún segir aðstæður þá hafa verið aðrar.

Mat manna hafi verið að ekki gangi að verkföll verði til þess að landið lokist vegna verkfalla fólks í samgöngugeiranum. Hún segir jafnframt ljóst að ríkið hafi aldrei ætlað að semja við BHM fyrr en að samningar næðust á almennum markaði.

mbl.is ræddi við Þórunni á Austurvelli í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert