Ísland upprétt í samfélagi þjóða

Sigmundur Davíð í Pontu.
Sigmundur Davíð í Pontu. mbl.is/Styrmir Kári

„Flestir geta líklega sammælst um að 17. júní sé dagur til að gleðjast,“ sagði Sigmundur Davíð við upphaf ræðu sinnar á Austurvelli í dag undir háværum hrópum og köllum mótmælenda. Sagði Sigmundur daginn snúast um sjálfstraust og að Íslendingar hefðu ástæðu til að hafa trú á sjálfum sér sem þjóð.

„Síðustu misseri hafa gefið okkur enn frekari ástæðu til að líta björtum augum fram á veginn. Ísland stendur nú á ný upprétt í samfélagi þjóða eftir að hafa sigrast á mestu efnahagserfiðleikum síðari tíma með elju og einlægum ásetningi.“

Sagði Sigmundur staðreyndir alþjóðlegs samanburðar sýna að trúin á framtíðina hafi skilað okkur langt. Sagði hann m.a. að Sameinuðu þjóðirnar telji Íslendinga hafa fleiri tilefni til að vera hamingjusamnir en nánast allar aðrar þjóðir heims.

„En hvað finnst okkur sjálfum,“ spurði forsætisráðherra. „Stundum virðist sem fremur sé lögð áhersla á hið neikvæða en að meta það sem vel hefur reynst og nýta þann árangur til að gera enn betur. Við getum vissulega gert betur á mörgum sviðum en besta leiðin til þess er sú að meta það sem vel hefur reynst og gera enn meira af því en minna af hinu.“

Sagði hann að þjóðin ætti að leyfa sér að gleðjast yfir því góða á hátíðlegri stund sem þessari og láta gleðina veita hvatningu til áframhaldandi framfara.

„Við vitum auðvitað öll að raunveruleg hamingja verður aldrei mæld í tölum. En samt er rétt að minnast þess gamla vísdóms að glöggt er gests augað. Þessi samanburður segir okkur að hér á landi séu rík tilefni til hamingju. Það er svo okkar að nálgast þau með opnum huga, sjá þau og nýta.“

„Þessi dagur minnir okkur því fyrst og síðast á þá sameiginlegu skyldu okkar og hugsjón sem þjóð, að standa vörð um árangur fyrri kynslóða sem við njótum í dag, og að skila komandi kynslóðum enn betra samfélagi, svo gott verði að búa á Íslandi til framtíðar.“

Frétt­ir mbl.is:

Ísland upp­rétt í sam­fé­lagi þjóða

Púað á Sig­mund Davíð

„Sam­fé­lags­miðlar hafa breytt mót­mæl­um“

Fyrstu mót­mæl­in á 17. júní?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert