Rögnunefndin skilar niðurstöðum sínum í næstu viku

Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin beint framundan.
Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin beint framundan. mbl.is/Árni Sæberg

Rögnunefndin svokallaða, sem nefnd er eftir Rögnu Árnadóttur, formanni nefndarinnar, mun skila skýrslu sinni og niðurstöðum eigi síðar en um miðja næstu viku.

Upphaflega átti hópurinn að skila skýrslu sinni fyrir síðustu áramót. Þá fékk nefndin frest til 1. júní sl. Svo átti nefndin að skila 15. júní, eða í fyrradag.

Ragna Árnadóttir segir í Morgunblaðinu í dag, að ákveðið væri að nefndin skilaði af sér í næstu viku. „Það eru tveir stórir dagar í þessari viku, 17. júní og 19. júní, sem gera það að verkum að erfitt reyndist að ná allri nefndinni saman í þessari viku. Við skilum af okkur í næstu viku, vonandi um miðja vikuna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert