„Það er bara ekkert að gerast“

Enginn fundur er boðaður.
Enginn fundur er boðaður. mbl.is/Styrmir Kári

Enn hefur enginn fundur verið boðaður við samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh). Er nú liðin rúmlega vika frá síðasta fundi vegna kjaradeilunnar.

„Nei, það hefur enginn fundur verið boðaður. Það er bara ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, spurður út í gang mála.

Síðasti fundur samninganefndar Fíh við ríkið var 10. júní síðastliðinn.

„Það verða komnar tvær vikur þann 24. og þá verður ríkissáttasemjari að kalla saman aðila á fund,“ segir Ólafur G. en lögum samkvæmt mega ekki líða meira en tvær vikur á milli sáttafunda þegar kjaradeila er til meðferðar hjá ríkissáttasemjara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert