„Hann er greinilega að námunda“

Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

„Ef þú hlustar á það sem hann segir þá segir hann á þinginu um það bil 20% og í morgun sagði hann um 20% þannig að hann er greinilega að námunda,“ sagði Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við mbl.is. Bjarni Benediktsson sagði í Helgarútgáfunni á Rás 2 í morgun að ríkið hefði boðið hjúkrunarfræðingum um 20% launahækkun. Það kannast Ólafur ekki við. 

„Við höfum ekki fengið tilboð upp á 20% heldur 18,5%.“ Hjúkrunarfræðingar vilja hærri laun fyrir dagvinnu. „Við viljum hækkun á grunnlaunum.“ Langt er síðan síðasti fundur var í deilunni. „Það hefur ekkert verið fundað síðan fyrir lög og ekki búið að boða neinn fund. Gerðadómur verður skipaður 1. júlí.

Ólafur vill að ríkið eigi næsta leik. „Við lítum á það þannig að ríkið þurfi að fikra sig aðeins nær okkur þannig að við bíðum eftir tilboði frá þeim, allavega að þeir boði til fundar. En það verður að vera fundur á miðvikudaginn, þá eru komnar tvær vikur frá síðasta fundi og ríkissáttasemjari verður að boða til fundar á tveggja vikna fresti á meðan hann er með mál til meðferðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert