Fjarvera frá vinnu eykst með auknum veikindarétti

mbl.is/Sverrir

Áætluð fjarvera opinberra starfsmanna er tvöfalt meiri en hjá starfsmönnum á almennum vinnumarkaði. Viðskiptaráð telur að kostnaður vegna umframveikinda opinberra starfsmanna sé um ellefu milljarðar króna á ári.

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, telur að ýmsir þættir hafi áhrif en fjarveran aukist þó með ríkari veikindarétti. „Eftir sex mánuði í starfi hjá hinu opinbera eiga starfsmenn rétt á 119 veikindadögum. Það er tæplega tíu sinnum meira en starfsmaður á almennum markaði þar sem starfsmenn fá tvo daga fyrir hvern unninn mánuð,“ segir Björn um þetta mál í Morgunblaðinu í dag en hann telur brýnt að vita hve mikið megi rekja til umframréttindanna og hversu mikið til annarra þátta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert