Dorguðu við Flensborgarbryggju - myndir

Mikil hugur var í ungu veiðimönnunum.
Mikil hugur var í ungu veiðimönnunum. mbl.is/Styrmir Kari

Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði stóðu í dag fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin var opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára og lögðu fjölmörg leið sína niður á bryggju í blíðviðrinu dag.

Börn­in voru ein­beitt en glaðbeitt á svip þegar ljós­mynd­ari mbl.is leit við á bryggj­unni.

Í rúm tuttugu ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega þrjú hundruð börn þátt og veiddu tæplega 200 fiska.

Keppendur fengu veiðarfæri á keppnisstað og þar var einnig hægt að fá beitu og leiðbeiningar frá starfsmönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert