Fimm utanlandsferðir á kjörtímabilinu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur á yfirstandandi kjörtímabili farið í fimm utanlandsferðir í embættiserindum og er kostnaður við ferðalög ráðherra samtals 1.218.881 krónur. Þá er heildarkostnaður vegna annarra starfsmanna ráðuneytisins sem sóttu fundi með ráðherra 2.856.763 krónur.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Ráðherra fór eina ferð á árinu 2013, en það var til Stokkhólms í júní. Með honum í för voru skrifstofustjóri skrifstofu heilbrigðisþjónustu og skrifstofustjóri gæða og forvarna. 

Árið 2014 fór ráðherra til Færeyja og Kaupmannahafnar í janúar á fund heilbrigðisráðherra ríkjanna og var skrifstofustjóri skrifstofu heilbrigðisþjónustu með í för. Í júlí var fundur í San Marínó sem ráðherra og skrifstofustjóri skrifstofu gæða og forvarna sátu og í september var fundur á  vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn sem ráðherra ásamt fyrrnefndum skrifstofustjórum og ráðuneytisstjóra sátu.

Það sem af er þessu ári hefur ráðherra farið á á einn fund sem var í Genf í maí á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Voru skrifstofustjórar og ráðuneytisstjóri með í för.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert