Hvalatalning fram í ágúst

Að talningunni standa, auk Íslendinga, Færeyingar, Norðmenn og Grænlendingar, en …
Að talningunni standa, auk Íslendinga, Færeyingar, Norðmenn og Grænlendingar, en hún er skipulögð af Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu, NAMMCO. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hvalatalning fer nú fram á Norður-Atlantshafi í fyrsta sinn í átta ár. Ætlunin er að meta stofnstærðir helstu hvalategunda við landið og hvort breytingar hafi orðið á útbreiðslu og fjölda.

Af hálfu Íslands fer talningin fram frá rannsóknaskipum Hafrannsóknastofnunar, Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafró, stýrir talningunni frá Árna Friðrikssyni.

Morgunblaðið náði tali af Gísla um borð í Árna í gær, en skipið var þá statt á Grænlandshafi. „Við fórum út þann 9. og 10. júní á þessum tveimur skipum. Við á Árna erum hér á Grænlandshafi, en Bjarni er sunnar í hafinu. Við reiknum með að koma til Reykjavíkur þann 30. júní en halda aftur út í júlí og eitt skipið verður alveg fram í ágústmánuð,“ sagði Gísli. Talningarnar eru samþættar rannsóknum á karfa og makríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert