Leitar bjargvættanna á Facebook

Bryndís Gyða (t.h.) leitar manna sem komu henni til aðstoðar …
Bryndís Gyða (t.h.) leitar manna sem komu henni til aðstoðar eftir bílslys árið 2007. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrirsætan Bryndís Gyða Michelsen, sem m.a. hefur verið kennd við vefinn hun.is, leitar nú manna sem komu henni til aðstoðar eftir bílslys árið 2007. Slysið varð við Kvísker í Öræfum, en Bryndís var ein þriggja ungmenna í bíl sem fór út af veginum. 

Frétt mbl.is: Kastaðist út um afturrúðu

Þannig segist Bryndís í færslu á Facebook síðu sinni hafa slasast nokkuð mikið, fengið lífshættulega innvortis áverka og ýmis brot á fótum auk þess sem hún fór úr mjaðmalið. 

Það var ansi kalt og ég gleymi því aldrei hvað ég var þyrst. Einhverntímann eftir að ég rankaði við mér stoppaði bíll og ef ég man rétt voru amk tveir strákar, ungir, sem stigu út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. Þeir sáu strax að ég var slösuð og fundu hvað mér var kalt og byrjuðu þá að taka sængurnar sínar úr bílnum og setja utan um mig til að reyna að halda á mér hita. Þeir voru svo hjá mér alveg þangað til að sjúkrabíllinn kom og biðu þar til ég var komin í góðar hendur,“ segir Bryndís í færslunni. 

Segist hún hafa talið mennina vera frá Selfossi, án þess þó að vera viss. „Mig langaði alltaf til að þakka þeim fyrir að hjálpa mér svona vel en hef aldrei náð að komast að því hverjir þetta voru,“ segir hún ennfremur. 

Færslunni hefur verið deilt tæplega 2.300 sinnum á Facebook.

Nú langar mig að láta reyna á mátt Facebook. Þann 27 maí árið 2007 breyttist ýmislegt í mínu lífi. Ég var farþegi í bíl...

Posted by Bryndis Gyda Michelsen on Tuesday, June 23, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert