Bryndís Gyða fann bjargvættina

Bryndís var fimmtán ára þegar hún lenti í slysinu, fyrir …
Bryndís var fimmtán ára þegar hún lenti í slysinu, fyrir átta árum síðan. Úr einkasafni

Mennirnir sem komu Bryndísi Gyðu Michelsen til aðstoðar eftir alvarlegt bílslys árið 2007 eru fundnir. Annar þeirra hafði samband við hana í dag.

Bryndís birti færslu á Facebook fyrr í vikunni í von um að finna mennina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Færslunni hefur verið deilt ríflega 2.700 sinnum og fékk hún fljótlega nokkrar ábendingar.

Bryndís var ein þriggja ungmenna í bíl sem fór út af veginum við Kvísker í Öræfum fyrir um átta árum. Bíllinn fór nokkrar veltur með þeim afleiðingum að Bryndís kastaðist út um afturrúðuna og rotaðist. Skömmu eftir að hún rankaði við sér varð hún vör við tvo unga stráka sem komu henni til aðstoðar, á meðan hún beið eftir sjúkrabíl. Þeir tóku meðal annars sængur úr bílnum sínum og breiddu yfir hana. „Þeir voru svo hjá mér alveg þangað til að sjúkrabíllinn kom og biðu þar til ég var komin í góðar hendur,“ segir Bryndís.

„Mér var kalt og ég gat ekki hreyft mig og þess vegna man ég alltaf hvað ég var þakk­lát.“

Hrósi fyrir það sem vel er gert

Bryn­dís fór úr mjaðmalið, brotnaði á nokkr­um stöðum á öðrum fæti og tognaði á hinum, auk þess sem hún var með áverka á öxl og baki. Þá fékk hún al­var­lega inn­vort­is áverka á milta og lif­ur. Hún var flutt með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur og var á gjör­gæslu fyrst um sinn. Síðan lá hún á spít­al­an­um í um tvær vik­ur.

Hún hitti mennina aldrei aftur eftir slysið og freistaði þess loks í vikunni að finna þá á Facebook. Og mikill er máttur samfélagsmiðilsins.

Í dag hafði annar strákurinn samband við Bryndísi. Þau spjölluðu í dágóða stund og þakkaði Bryndís honum fyrir. Hún segir að strákurinn hafi oft spáð í það hvernig sér hefði vegnað eftir slysið. Nú bíður hún eftir að ná tali af hinum stráknum.

Hún segir mikilvægt að þakka fyrir og minnast á allt það góða sem gerist - hrósa fyrir það sem vel er gert. „Og mér finnst þeir eiga hrós skilið, þessir strákar,“ segir hún.

Nú langar mig að láta reyna á mátt Facebook. Þann 27 maí árið 2007 breyttist ýmislegt í mínu lífi. Ég var farþegi í bíl...

Posted by Bryndis Gyda Michelsen on Tuesday, June 23, 2015

Fréttir mbl.is:

„Man alltaf hvað ég var þakklát“

Leit­ar bjarg­vætt­anna á Face­book

Kastaðist út um aft­ur­rúðu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert