Langþráð sturta hjá Ergo

Liðsmenn Ergo á leið í mark.
Liðsmenn Ergo á leið í mark. Af Facebook síðu Ergo

„Það gekk einhvern veginn allt upp,” segir Kári Brynjólfsson liðsmaður í Eldfljótir með Ergo sem komu fyrstir í mark í A flokki WOW Cyclothon. Hann segir að mikil samkeppni hafi ríkt í kringum Selfoss þegar Ergo tókst að ná forystu en mestan hluta leiðarinnar var liðið í samfloti við fjögur önnur lið.

„Það var meðvindur og við náum góðum hraða á Suðurlandi.” Hann segir að það hafi þó reynt talsvert á þolið að halda uppi hraðanum í lokin. Stemningin í hópnum var góð og næst á dagskrá er að fara heim í langþráða sturtu og hvíla sig.

Safnast hafa um 14.1 milljónir í WOW Cyclothon. Í ár er hjólað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Söfnunarfé verur varið til að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi og til að ráða íþróttafræðing til að leiða verkefnið. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing sem meðferðarúrræði getur haft áhrif á bata geðsjúkra. „Það er því til mikils að vinna ef hægt er að bjóða upp á líkamsþjálfun sem hluta af endurhæfingu og auka um leið lífsgæði,” segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. Þá vilja aðstandendur WOW Cyclothon einnig leggja sitt að mörkum í baráttu gegn fordómum í garð geðsjúkra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert