Þinglok enn sveipuð óvissu

Ekkert liggur fyrir um það hvenær Alþingi fer í sumarfrí. Þetta staðfestir Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, í samtali við mbl.is.

Eins og mbl.is hefur fjallað um hafa viðræður átt sér stað á milli stjórnmálaflokkanna á Alþingi um málið án þess að niðurstaða liggi fyrir. Fjórar vikur eru síðan þinglok áttu að eiga sér stað samkvæmt upphaflegri starfsáætlun þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert