Enginn fundur boðaður í deilu BHM

Félagar í BHM mótmæla við hús ríkissáttasemjara.
Félagar í BHM mótmæla við hús ríkissáttasemjara. mbl.is/Golli

Ríkissáttasemjari segir að ekkert tilefni hafi gefist til að boða til nýs fundar í kjaradeilu BHM og ríkisins. Bendir því allt til þess að gerðardómur muni úrskurða um kjör félagsmanna í BHM, en frestur til að ná samningi rennur út á miðvikudaginn, 1. júlí.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, sagði hverfandi líkur á því að samningar næðust. Ekkert hefði breyst í deilunni.

Ekki hef­ur verið boðaður nýr fund­ur í kjara­deilunni. BHM fundaði með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara á þriðjudag og reyndist sá fundur árangurslaus.

 „Þetta er það sama og hef­ur verið á borðinu und­an­farið og okk­ur hef­ur ekki borist neitt nýtt,“ sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, eftir fundinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert