Leigubílstjórar skiptast á upplýsingum um farþega

mbl.is/Jim Smart

Framkvæmdastjóri Hreyfils-Bæjarleiða segir að lokaður Facebook-hópur leigubílstjóra, sem ber heitið „Hreyfill-Bæjarleiðir“, tengist fyrirtækinu ekki með nokkrum hætti. Hópurinn var kærður til Persónuverndar í gær þar sem farið var fram á rannsókn á upplýsingasöfnun sem þar fer fram.

Hafa leigubílstjórar m.a. deilt myndum af farþegum, af skilríkjum þeirra og leynilegri myndbandsupptöku samkvæmt skjáskotum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Þá er þar að finna umræður um að tiltekinn farþega beri að varast þar sem viðkomandi sé HIV-smitaður.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag kemur fram að um 800 meðlimir séu í hópnum og ber hann heitið „Hreyfill-Bæjarleiðir“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert