Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar

Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilum ríkisins og …
Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilum ríkisins og BHM fyrir 1. júlí, en þá tilnefnir Hæstiréttur þrjá í gerðardóm. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt stefnir í að ekki verði fundað í kjaraviðræðum BHM áður en gerðardómur verður skipaður þann 1. júlí til þess að úrskurða um kjaramál félagsmanna BHM.

Þetta staðfestir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM í Morgunblaðinu í dag.

Þórunn bendir á að það sé í verkahring Ríkissáttasemjara að boða samningafundi, eftir að deilum hafi verið vísað þangað, en að það sé mat sáttasemjara að ekki sé ástæða til þess að boða fund fyrir þann 1. júlí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert