Nokkuð um ölvunarakstur í nótt

Nokkuð var um að lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu þyrfti að hafa af­skipti af fólki í nótt sem grunað er um akst­ur bif­reiða und­ir áhrif­um áfeng­is eða fíkni­efna.

Seinnipartinn í gær stöðvaði lögregla bifreið í Hafnarfirði. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og var hann sviptur ökuréttindum og vörslu efnanna.

Lögregla var kölluð til í gærkvöldi eftir að farið hafði verið í bifreið sem stóð fyrir utan gistiheimili við Laugaveg og þaðan stolið tveimur töskum með verkfærum og fleiru. Lögregla rannsakar málið.

Þá var maður handtekinn í Vesturborginni grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Maðurinn var í annarlegu ástandi og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Rétt fyrir miðnætti í gær stöðvaði lögreglan ökumann á 139 km hraða á Þingvallavegi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og að aka réttindalaus.

Á öðrum tímanum í nótt var bifreið stöðvuð í Breiðholti. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og að aka ítrekað réttindalaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert