Þörf á að víkka út umræðuna

Flugvöll í Hvassahrauni er að finna neðst til vinstri á …
Flugvöll í Hvassahrauni er að finna neðst til vinstri á þessu korti. Mynd/Mannvit

Sigurður Ingi Jónsson, einkaflugmaður og fyrrverandi forseti Flugmálafélags Íslands, segist sáttur við skýrslu um framtíðarflugvallarstæði í Reykjavík.

Þeir kostir sem þar eru ræddir hafi allir komið til tals áður, en það sé gott að þeir hafi verið greindir nánar og möguleikarnir þrengdir niður í einn valkost ef leggja ætti annan flugvöll í eða við Reykjavík. Umræðan hafi þó verið á nokkrum villigötum.

„Vandamálið við umræðuna um skýrsluna er að það er alltaf verið að ræða málefni skýrslunnar afmarkað í staðinn fyrir að ræða það sem útvíkkun og framhald á því sem er.“ Hugsanlegur flugvöllur í Hvassahrauni þurfi þó frekari rannsóknir. Kanna þurfi betur ókyrrð sem menn hafi orðið varir við yfir svæðinu og annað sem viðkemur vallarstæðinu, segir Sigurður Ingi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert