„Allt brjálað að gera“

Skaftafellsþjóðgarður nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna.
Skaftafellsþjóðgarður nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Víða er gisting uppbókuð í bændagistingu í sumar. Þetta gildir til dæmis um Mývatnssvæðið, Suðurland og við Gullfoss og Geysi. Þetta segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, og bætir við að það sé hreinlega „allt brjálað að gera“.

Ferðaþjónusta bænda býður upp á 5.500 gistirými á 184 bæjum um allt land. Segir Sævar slegist um herbergi á Suðurlandi suma daga, að því er fram kemur í umfjöllun um stóraukinn straum ferðamanna til landsins í Morgunblaðinu í dag.

Undir þetta tekur Óðinn Eymundsson á Hótel Höfn. Hann segir sumarið fara afar vel af stað en aukning í júní nemi 30 prósentum á milli ára. Þá sé fyrirséð að hótelið verði uppbókað út sumarið. Á hótelinu eru 68 herbergi og þar geta gist allt að 137 gestir í einu, sé hótelið fullnýtt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert