Atkvæðamunur allt að 250%

Valgerður Bjarnadóttir. Mynd úr safni.
Valgerður Bjarnadóttir. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Valgerður Bjarnadóttir sagði það hinum hefðbundnu stjórnmálum, þ.e. pólitíkst skipuðum nefndum og Alþingi um megn að endurskoða stjórnarskrána á eldhúsdagsumræðum í kvöld. „Þess vegna var samþykkt hér á Alþingi í júní 2010 að úthýsa verkefninu, ef svo má að orði komast. Skipuð var stjórnlaganefnd, haldinn þjóðfundur og stjórnalagráð skilaði tillögum að nýrri stjórnarskrá.“

„Lyktir stjórnarskrármálsins á síðasta kjörtímabili voru mörgum okkar lítt að skapi,“ sagði Valgerður. „Mörg vorum við hundfúl og óánægð. Í stjórnmálasamstarfi gagnast lítið að skella hurðum og það gagnast alls ekki neitt að vera lengi í fýlu. Verði sjónarmið undir er affarasælast að safna vopnum sínum og bíða þess að næsta tækifæri gefist til að koma hugðarefnum sínum á framfæri og til framkvæmda.“

Hún sagði að stjórnarskrártillaga stjórnlagaráðsins var 114 greinar. Núverandi stjórnarskrárnefnd er að hennar mati því alls ekki að endurskoða stjórnarskrána. Ekki hingað til að minnsta kosti heldur ræða þessi fjögur ákvæði.

„Erum við sátt við að að þeir sem búa norðan Hvalfjarðargangnanna hafi rúmlega tvöfaldan atkvæðisrétt á við þá sem búa sunnan þeirra?

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu – sem m.a annars á að efla mannréttindi og lýðræði – gerir athugasemdir við kosningakerfið okkar. Öryggis- og samvinnustofnunin segir alla eiga að hafa jafnt atkvæði og munurinn megi ekki að vera meiri en 10%. Hjá okkur fer hann upp í 250%,“ sagði Valgerður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert