Dæmdur fyrir líkamsárás á tjaldsvæði

mbl.is/ÞÖK

Karlmaður var í héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt annan mann á tjaldsvæði fyrir ofan sundlaug Dalvíkur sumarið 2013.

Við höggið hlaut fórnarlambið skurð, bólgur og mar á kinnbein auk þess sem gleraugu hans brotnuðu.

Með framhaldsákæru var hann svo krafinn um 699 þúsund krónur í skaðabætur til fórnarlambsins. Framhaldsákæran var hins vegar of seint fram komin og var hún því ekki tekin til greina af dómara í málinu.

Hinn ákærði játaði brot sitt skýlaust. Í mars á þessu ári var hann dæmdur fyrir að hafa tekið upp myndband af sjálfum sér stunda kynmök með 15 ára stúlku árið 2013 þegar ákærði sjálfur var 19 ára. Fékk hann fyrir það þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Var honum í héraðsdómi í gær dæmd refsiþynging og hlaut hann því fjögurra mánaða fangelsisdóm. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert