Kveiktu í trjám og rusli

mbl.is/Þórður

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna bruna í sinu og skógi í Breiðholti um kl. 19 í kvöld, en þegar komið var á vettvang kom í ljós að einhverjir höfðu leikið sér að því að tína saman rusl og lauslegt og kveikja í.

Að sögn sjónarvotta logaði glatt í nokkrum trjám áður en slökkvilið kom á svæðið, nærri Fálkabakka, en það tók um þrjú korter að ráða að niðurlögum eldsins, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Lögregla mætti einnig á svæðið en mbl.is hefur ekki upplýsingar um hvort sökudólgarnir hafi verið gómaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert