Leita að mönnum á Esjunni

Göngufólk á Esju. Úr safni.
Göngufólk á Esju. Úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til leitar af tveimur einstaklingum á Esju. Mennirnir höfðu samband við Neyðarlínu og óskuðu eftir aðstoð.

Lélegt símasamband er við mennina svo samskipti hafa farið fram með sms skilaboðum, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Þeir segjast vera orðnir mjög þreyttir og slæptir og hafa verið á göngu í 10 - 11 klukkustundir. Mennirnir geta ekki gefið upp nákvæma staðsetningu en leit miðast við nágrenni þekktra gönguleiða. 

Uppfært 09:46

Mennirnir eru fundnir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert