Varað við hvassri norðaustanátt

Frá Staðarsveit.
Frá Staðarsveit. mbl.is/Helgi Bjarnason

Búist er við hvassri norðaustanátt (meira en 18 metrum á sekúndu) með snörpum vindhviðum (allt að 30 m/s) í Staðarsveit og á sunnnaverðum Vestfjörðum í dag. 

Þetta kemur fram í viðvörun sem Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn eru hins vegar eftirfarandi:

„Norðaustan 10-18 m/s NV-til, en annars víða 5-10. Rigning með köflum og allvíða þokuloft við ströndina, síst SA- og V-lands. Hægari á morgun og úrkomuminna. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast V-lands.“

Nánar á veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert