Árni Friðriksson heldur í makrílleit

Skip Hafransóknarstofnunar við bryggju. Árni Friðriksson nær og Bjarni Sæmundsson …
Skip Hafransóknarstofnunar við bryggju. Árni Friðriksson nær og Bjarni Sæmundsson aftar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, mun næstkomandi mánudag leggja af stað í makrílleiðangur til þess að meta útbreiðslu og þéttleika makríls á fæðugöngusvæðum hans í norðurhöfum.

Er leiðangurinn liður í samnorrænum rannsóknum Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga um rannsóknir á makríl að sumarlagi sem fram hafa farið síðan árið 2009.

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir leiðangurinn m.a. ná inn fyrir lögsögu Grænlands. „Er það gert í samstarfi við grænlensku náttúrustofuna í Nuuk,“ segir hann og bendir á að það svæði sem til rannsóknar er liggi á milli Íslands og Noregs, í kringum Ísland, auk þess sem áhöfn Árna Friðrikssonar mun í leiðangrinum kanna svæðið austan við Grænland.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert