Fyrirtaka í máli BHM gegn ríkinu

Hjúkrunarfræðingar og BHM mótmæla við Austurvöll í liðnum mánuði.
Hjúkrunarfræðingar og BHM mótmæla við Austurvöll í liðnum mánuði. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrirtaka verður í máli Bandalags háskólamanna (BHM) gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 14:00 í dag. Við fyrirtökuna er áætlað að lögmaður ríkisins leggi fram greinargerð ríkisins í málinu.

Málið hefur fengið flýtimeðferð fyrir dómstólum, þannig að áætlað er að aðalmeðferð í málinu verði strax eftir helgi, mánudaginn 6. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert