70 uppsagnir á einni viku

Hér má sjá hlutfall uppsagna á sjúkrahúsinu miðað við stöðugildi …
Hér má sjá hlutfall uppsagna á sjúkrahúsinu miðað við stöðugildi á hverju sviði. mbl

299 heilbrigðisstarfsmenn hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum síðustu vikur. Af þeim eru 253 hjúkrunarfræðingar. Á einni viku hafa 70 starfsmenn sagt upp störfum, þar af 57 hjúkrunarfræðingar.

Flestar uppsagnirnar eru á aðgerðasviði spítalans en þar hafa 83 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum. 234 stöðugildi hjúkrunarfræðinga eru á sviðinu. Á lyflækningasviði spítalans hafa 59 sagt upp störfum en stöðugildin þar eru 295. Á skurðlækningasviði hafa 47 hjúkrunarfræðingar sagt upp en þar eru stöðugildin 140 talsins. 

Þar að auki hafa 20 lífeindafræðingar sagt upp störfum en stöðugildi þeirra á sjúkrahúsinu eru 134 talsins. Tvær ljósmæður hafa sagt upp og 24 geislafræðingar.  

Í gær höfðu þrír starfsmenn dregið uppsagnir sínar til baka. Ekki liggja fyrir upplýsingar um á hvaða sviði þeir starfa. 

Í töflunni hér að ofan má sjá hlutfall uppsagna eftir sviðum. Í töflunni hér að neðan má sjá tölur síðan á föstudaginn fyrir viku.

Svona leit þetta út á hádegi 26.júní. 70 uppsagnir hafa …
Svona leit þetta út á hádegi 26.júní. 70 uppsagnir hafa bæst í hópinn. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert