Allt stefnir í að þingið klárist í dag

Einar K. Guðfinnsson er forseti Alþingis hefur haft í nógu …
Einar K. Guðfinnsson er forseti Alþingis hefur haft í nógu að snúast í vikunni. . mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingstörf hafa gengið vel og allt stefnir í að þinglok verði í dag, að sögn Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis.

Í samkomulagi þingflokkanna um þinglok var gert ráð fyrir að afgreiða hátt í 70 þingmál í vikunni og hafa flest þeirra nú þegar verið afgreidd. Málin eru býsna mörg en Einar segir flest þeirra hafa verið tiltölulega lengi í þinginu og fengið vandaða meðferð. Því sé auðveldara en ella að afgreiða málin.

Meðal þeirra mála sem samþykkt hafa verið í vikunni eru lög um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, byggðaáætlanir og sóknaráætlanir, niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, Menntamálastofnun og Stjórnarráð Íslands. Í dag er síðan áætlað að haftafrumvörpin svokölluðu verði samþykkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert