Ómótstæðileg Ólafsvíkurvaka

Bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka fór fram í Ólafsvík um helgina. Þá hittust bæjarbúar í og skreyttu og best skreyttu hverfin hlutu verðlaun. „Ég held að um 600 manns hafi mætt í sjómannagarðinn þegar hápunktur Ólafsvíkurvökunnar var,“ segir Alfons Finnsson, fréttaritari mbl.is í Ólafsvík.

Keppt var í dorgveiði á bryggjunni og þar fór síðar fram bryggjuball á föstudeginum. Að margra mati var hápunkturinn í gærkvöldi. „Þá var Ingó Veðurguð með brekkusöng og að því loknu ball í félagsheimilinu.“

Hann bætti því við að hátíðin hafi gengið vel fyrir sig, enda veður gott og allir í stuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert