Arnarvarp í ár fremur dræmt

Haförn tekur flugið og sjá má tvo unga í hreiðrinu. …
Haförn tekur flugið og sjá má tvo unga í hreiðrinu. Myndin er tekin á eftirlitsflugi 4. júlí á Vesturlandi. Ljósmyndir/Kristinn H Skarphéðinsson

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúrustofnun Íslands, segir arnarvarpið heldur dapurt miðað við það sem var í fyrra.

Vitað var að tvísýnt væri um varpið sökum kaldrar norðanáttar sem hefur verið undanfarið. Það hefur gengið eftir að varpið varð lélegt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Kristinn fór í eftirlitsflug um helgina. „Hlutfallslega eru mun færri pör en í fyrra að koma upp ungum,“ segir hann. Það hafi þó verið með bestu árum. Ekki sé enn útséð með varpið svo að hann vilji ekki nefna tölur að svo stöddu. Þó sé ljóst að varpið verði í lélegra lagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert