Minni fjármálafyrirtæki komast ekki að

Samsett mynd/Eggert

„Ég tel það því mjög varhugavert hvernig að málum er staðið og þetta mundi alveg ábyggilega ekki leyfast í nágrannalöndunum. Það þarf einhver eftirlitsaðili að stíga inn og gera eitthvað í málinu.“

Þetta segir Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri H.F. Verðbréfa, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um það fyrirkomulag að viðskiptabankarnir séu bæði í hlutverki útgefanda og seljanda þegar kemur að sölu og skráningu fyrirtækja.

Daði nefnir einnig að umrætt fyrirkomulag sé hindrun fyrir minni fjármálafyrirtækin. „Ítök viðskiptabankanna eru það mikil að það er gríðarlega erfitt að komast að borðinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert