Hvar getur þú horft á Gunnar?

mbl.is/Grafík

Nú styttist óðum í rimmu Gunnars Nelson við Bandaríkjamanninn harðsvíraða Brandon Thatch á UFC Night í Las Vegas. Bardaginn á ekki að hefjast fyrr en um klukkan 2 eftir miðnætti, en fyrir nátthrafna sem vilja horfa á hann í góðum félagsskap er nóg í boði. mbl.is tók saman lista yfir þá staði sem hafa sent póst og sagst ætla að sýna keppnina á skjá, en listann má sjá neðar í fréttinni. 

Bardaginn verður að sjálfsögðu í beinni lýsingu hér á mbl.is.

Gunnar fór í vigtun í gær og reyndist vera rétt undir hámarksþyngd í veltivigtarflokknum. Hann horfðist þar í augu við Thatch og virtist hvergi banginn. 

Frétt mbl.is: Horfðist í augu við andstæðinginn

Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er vongóður um sigur í kvöld þrátt fyrir að veðbankar virðist frekar veðja á Thatch.

Frétt mbl.is: Hafa veðbankarnir rangt fyrir sér?

„Ég held að Gunni komi okk­ur á óvart stand­andi. Thatch mun ekki ná högg­um á hann að neinu ráði og Gunni tek­ur hann í gólfið. Ég spái því að Gunni sigri með heng­ingu í gólf­inu,“ seg­ir Har­ald­ur Dean Nelson, faðir Gunnars, í samtali við Morgunblaðið.

Frétt mbl.is: Nýr og betri Gunnar Nelson

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson Instagram

Staðir sem sýna bardagann í kvöld:

Aðal­bak­ar­inn á Sigluf­irði

American Bar

Bjarni Fel Sport­b­ar

Café Riis á Hólmavík

English Pub

Frón Selfossi

Gull­öld­in

Hvíti Ridd­ar­inn Mos­fells­bæ

Kaffi Eg­ilsstaðir

Kaffi­húsið Eskif­irði

Lavabar­inn

Le­bowski Bar

Réttin í Úthlíð

Ridd­ar­inn Kópa­vogi

Rio Sport­b­ar

RúBen Grundarfirði

Spot Kópa­vogi

Vitakaffi á Akranesi

Víns­makk­ar­inn Lauga­vegi 73

Ölhúsið Hafnar­f­irði

Ölver

Listinn inniheldur þá staði sem sent hafa póst og bent á að bardaginn verði sýndur í þeirra húsakynnum. Við hvetjum þá staði sem hyggjast sýna rimmuna, en eru ekki á listanum, til að senda póst á netfrett@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert