Eins margir bílar seldir á árinu og á sama tíma 2007

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Um tíu þúsund bílar hafa verið seldir það sem af er ári sem eru svipaðar sölutölur og á sama tíma árið 2007.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, þrennt þar koma til. „Einstaklingar og almenn fyrirtæki eru farin að kaupa bíla í ríkara mæli en áður og bílaleigur kaupa meira en þær gerðu vegna ferðamannastraumsins til landsins.“

Þá sé vöxtur í bílakaupum einstaklinga um 40% miðað við sama tíma í fyrra en vöxtur í kaupum bílaleiga 31%. Hins vegar séu bílaleigubílarnir fleiri en aðrir bílar þar sem sala bílaleigubíla hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár. Þess skal getið að núna eru 55% seldra bíla bílaleigubílar en árið 2007 voru þeir 19% af sölunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert