Norræna sneisafull af fólki í allt sumar

Farþegum sem ferðast með Norrænu hefur verið að fjölga. Í …
Farþegum sem ferðast með Norrænu hefur verið að fjölga. Í fyrra voru þeir rúmlega átján þúsund. mbl.is/Sigurður Bogi

„Norræna hefur verið sneisafull í allt sumar og hingað koma um 400 ökutæki og 1.000 manns í hverri viku,“ segir Árni Elísson hjá Tolleftirlitinu á Seyðisfirði en hann segir að ferðamannatímabilið sé sífellt að lengjast.

„Strax um mánaðamótin mars-apríl koma um 500 manns til landsins með Norrænu í hverri viku og svo eykst fjöldinn jafnt og þétt,“ segir Árni í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að töluvert hafi dregið úr því að erlendir ferðamenn séu að koma með ólöglegan varning, s.s. matvæli og annað til landsins en undanfarin ár hafi tollurinn verið í átaki varðandi matvæli í rútum sem borið hafi mikinn árangur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert